Bumbuspjall býður upp á námskeið um meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Námskeiðin eru haldin í heimahúsum. Þau eru sniðin að bumbuhópum þar sem vinkonur geta komið saman og við komum til ykkar. Makar eru velkomnir með.

Kostirnir við námskeið af þessu tagi eru afslappað andrúmsloft þar sem konur hafa gjarnan hist áður og tækifæri skapast til skemmtilegra umræðna. Hópurinn velur sér eitt af eftirfarandi námskeiðum en hafa ber í huga að námskeiðin eru aldrei eins þar sem þau eru sniðin að þörfum hópsins hverju sinni. Tækifæri gefst til þess að ræða það sem liggur hópnum sérstaklega á hjarta í samræmi við tegund námskeiðs sem er valið. 

 
38650373_2177914132457591_5299401417428041728_n.jpg

Fæðingarspjall

Farið er yfir undirbúning fæðingar, stig fæðingar, bjargráð og verkjameðferðir í fæðingu, hlutverk stuðningsaðila og fyrstu dagana eftir fæðingu. Umræða um fæðingar almennt sem eru auðvitað ólíkar eins og þær eru margar.

Fjölbreytt og skemmtilegt námskeið sem allir hafa gagn af. 

Miðað er við lágmark 8 þátttakendur á hvert námskeið.

Verð: 12.000 kr fyrir þátttakanda (maki velkominn með - innifalið).

Til að bóka námskeið ýtið hér

 
39003872_225151464842552_1910787746914369536_n.jpg

Sængurleguspjall

Fræðsla og spjall um fyrstu dagana eftir fæðingu, við hverju er að búast, upphaf brjóstagjafar, mjólkurmyndun og tengslamyndun foreldra og barns.

Miðað er við lágmark 8 þátttakendur á hvert námskeið.

Verð: 12.000 kr fyrir þátttakanda (maki velkominn með - innifalið).

Til að bóka námskeið ýtið hér

 

Meðgönguspjall

Í vinnslu...